Siðfræði Sigmunds

 

Sigmundur hlakkar til að fá að hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands og þakkar Dag fyrir að vekja athygli á Íslandi. Merkel hefur fengið mikið hrós fyrir mannúð og hugrekki. Þar á ofan þarfnast Þýskaland nýrra borgara sem yngja upp þjóðina. Sigmundur hefur sagt að hann vilji búa sig undir leiðtogafund með því að kynna sér málefni Palestínumanna. Hvað hann á við kemur síðar í ljós.

Í Balkanlöndunum hefur fólki fækkað um margar milljónir á síðustu tuttugu árum. Þessi lönd höfðu lengi búið við stjórn kommúnista og hafa ekki náð sér eftir það helsi. Íbúarnir hafa lítið þrek til að taka á móti flóttafólki. Öðru máli gegnir um Ísland.

Hér er vöntun á fólki í öll störf. Hér fækkar íslensku fólki í eigin landi og menntamenn leita út. Við tökum aðeins á móti 19% hælisleitenda þegar nágranar okkar taka við meir en 40% þeirra sem sækja um hæli.

Gunnar Smári sagði: "Því miður munu flóttamenn auðga önnur samfélög en okkar, styrkja þau og efla. "Heilmikið er til í þessu. Gaman verður að sjá hver stefna forsætisráðherra verður í málum flóttafólks á næstu misserum. Ætlar hann að temja sér siðfræði Angelu eða á að senda aukið fjármagn til að styrkja flóttamenn í eigin löndum?


mbl.is Sigmundur umkringdur hríðskotabyssum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband