Gíghólar og rjúkandi gufa.

Eldvörp eru einstök og miklu verðmætari en raforka sem fengist með borunum. Eldgígarnir hafa ekki verið gerðir aðgengilegir fyrir ferðamenn með malbikuðum vegi og gönguleiðum. Þegar er aðalgígurinn farinn að láta á sjá af traðki göngumanna. Hvar eru ráð og nefndir sem eiga að sjá um verndun náttúruminja?

Þarna er margt ógert sem gæti bjargað þessum einstöku verðmætum. Mosagróðurinn og rauðbrúniliturinn í landslaginu er einstakur. Það er varla ofsagt að þetta eru ein af merkilegustu jarðmyndunum Suðurnesja. Gönguferð um svæðið segir mikið um eldeyjuna og ungt landslag.

Hvæsandi tilraunahola EG 2 er alltof nærri aðalgígnum. Ef þarf að gera tilraunaboranir þarna ættu þær að vera minnst í 1000 metra fjarlægð frá gígaröðinni. Helst faldar í landslaginu. Fræðimenn hafa sýnt fram á að háhitasvæði Bláa Lónsins og Eldvarpa er nánast það sama. Ef virkjað á einum stað kemur það fram á öðrum.

 


mbl.is Átökin um Eldvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband