Yfirdrifið allsherjarþing

Hjá Sameinuðu þjóðunum verða menn að sýna í hvað þeim býr. Forsætisráðherra Sigmundur sparaði ekki loforðin í umhverfismálum og fékk lof í lófa. Vill gera betur en margur annar. Næsta dag koma leiðtogar stórveldanna saman og verða að svara fyrir getuleysi alþjóðasamfélagsins. Pútín er ótrúlega knár og ákveðinn leiðtogi sem alltaf situr einn í stórum sölum og að því virðist óstuddur í stórræðum. 

Málið snýst ekki um Assad heldur þau stríðsátök í ríkjum sem eru á barmi byltinga. Ef vilji er fyrir samkomulagi ná menn að semja um frið í Sýrlandi. Bandaríkin eru miklir orsakavaldar í þessum heimshluta eins og þeir voru í Víetnam. Obama veit að Bandaríkin og Vesturlönd eiga leik. Rússar eru aumir og að þrotum komnir eftir að Saudar lækkuðu olíuna. Kalt stríð er hluti af þeirri fléttu. Saudi-Arabía spilar stórt hlutverk og vilja átök í burtu frá sínu landi, en hversu lengi varir það ástand. 

Vopnakaup ISIS eru fjármögnuð af nágranaríkjum Sýrlands, en á ábyrgð vopnasala. Sameinuðu þjóðirnar gætu komið á skuldbindingum í vopnasölu. Koma ábyrðinni á stríðsæsingamenn og vopnasala sem þyrftu að fjármagna endurreisn. Ráðherra Sigmundur veit að Íslendingar eru miklir umhverfissóðar. Við erum líka fjarri vopnagný og hörmungum stríðsþjáðs fólks.  

 


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband