Yfirdrifnar fréttir

Að ofgera eru ekki vísindi. Fræðasamfélagið og fréttamenn ættu að fara varlega þegar þeir meta hættuástand vegna möguleika á eldgosi. Hér er að myndast stétt fræðimanna sem ýta undir allskonar hættur. Margir hafa fengið vinnu við ofanflóðahættumat og enn fleiri virðast vera að bætast í hóp eldgosasérfræðinga sem sjá víða hættur. Hræðsluáróður er ekki góður ef hann er óraunhæfur.

BBC og fréttarstofur á meginlandinu eru nú að senda út skjálftafréttir af Bárðarbungu vegna yfirvofandi eldsumbrota. Eftir því sem mælitækjum fjölgar á bungunni má búast við enn frekari skjálftum. Hvar svona fréttaflutningur endar er ófyrirséð, en ljóst er að hann hefur áhrif á fyrirhugaðar ferðir til landsins. 

Ótölulegur fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring á landinu. Veðurstofan og fræðimenn eiga að meta líkurnar? Fréttamenn þurfa líka að beita líkindareikningi eigi þeir að standa undir nafni.

 

 

 


mbl.is Litlar líkur á hamfarahlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Passaðu afturendan á þér vinur.

Sigurður Haraldsson, 20.8.2014 kl. 05:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst vísindamenn þvert á móti afar varfærnir en um leið ábyrgir í sínum yfirlýsingum. Ekki er hægt að láta eins og ekkert sé af ótta við fækkun ferðamanna og taka þannig mikla áhættu á manntjóni brjótist út gos með litlum eða engum fyrirvara. Þá er ég hræddur um að kæmi hljóð úr horni hjá þeim sem finnst vísindamenn fara offari í dag.

Fjölgun mælitækja á jöklinum fjölga ekki skjálftum en gefa væntanlegri betri heildarsýn yfir ferlið í heild og betri úrvinslu gagna. 

Hverjir eru hæfari til að meta líkur á gosi en jarðvísindamenn Veðurstofunnar, þú? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.8.2014 kl. 06:39

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Axel

Jarðvísindamenn er yfirleitt hógværir og vandvirkir. Jarðbundnir.

Þegar hundadagar fara saman við gúrkutíð fréttamanna má búast við ýmsu.

Viðkvæmust dagarnir eru frá byrjun ágúst til 23. ágúst. Síríus hundastjarnan mun senn birtast á stjörnuhimni. Í lok ágúst er stjörnuhimininn oft fagur. Blaðamenn og stjórnmálamenn þurfa að fara að mata hvern annan á efni og þá mun draga úr véfréttum.

Sigurður Antonsson, 20.8.2014 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband