Ómanneskjuleg niðurlæging

Hér er enn ýtarleg umfjöllun Mbl.is um niðurlægingu íslenskra ríkisborgara sem eiga barn fætt utan ESB. Útlendingastofnun er eins og ríki í ríkinu. Brýtur alþjóðlega mannréttindasáttmála um friðhelgi einkalífs.

Í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaréttindi frá 1979 segir, 24. gr. : Öll börn skulu eiga rétt á þeim verndarráðstöfunum sem þau þarfnast ......... af hendi fjölskyldu sinnar, þjóðfélagsins og ríkisins án nokkurra mismununar vegna kynþáttar...... þjóðernisuppruna eða félagslegra uppruna, eigna eða ætternis.

Samkvæmt þessu má ekki mismuna fjölskyldum og börnum þeirra, hvort sem þau eru fædd hér á landi eða utan EBS. Ráðherrar eru eins og þeytispjöld þegar til þeirra er leitað í þessum málum. Sama hvaða flokki þeir tilheyra. Telja sig ekki getað úrskurðað. Hvernig væri þá að reyna að breyta lögunum sem brjóta á borgurunum.

Mál er til komið að stofna samtök til að berjast gegn órétti sem fjölskyldur eru beittar í þessum efnum. Nýlegt mál er varðar íslenska konu og börn hennar sem hún fór með frá Danmörku lýsir fáránleika opinberar stjórnsýslu. Svo virðist sem útlendingastofnun geti sent lögreglumenn inn á heimili til að kanna órökstudda ásakanir og tekið börn með valdi. Ef íslenskir dómstólar geta ekki úrskurðað um réttmæti þess að börn megi vera hjá íslenskum foreldrum og fjölskyldum verður að leita til mannréttindadómstóla.  

 

 


mbl.is „Hún bara gafst upp og fór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég var um tveggja ára skeið umboðsmaður erlendrar eiginkonu Íslendings gagnvart Útlendingastofnun. Og ég verð að segja að ég hef aldrei á ævi minni þurft að eiga við annan eins valdhroka og mannfyrirlitningu eins og ég mætti hjá þeirri ógeðfelldu stofnun og því fólki sem þar starfar og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Jafnvel lægst settar venjulegar skrifstofublækur þar létu eins og þær væru guð almáttugur sjálfur og allt væri háð þeirra eigin geðþótta. Og eins slæmar og þær voru blækurnar voru þær samt eins og móðir Theresa við hliðina á lögfræðingunum og "stjórunum" hjá þeirri voluðu stofnun. Megi umrætt apparat sökkva í dýpstu myrkur með manni og mús.

corvus corax, 18.9.2013 kl. 21:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Íslandi hefur lengi verið stjórnað af rasisma, skyldleikarækt, rotinboruhætti, útlendingahræðslu, minnimáttarkennd, fordómum og lélegum, illa menntuðum lögfræðingum með mannfyrirlitningu.

Þorsteinn Gunnarsson er ekki starfi sínu vaxinn sem forstöðumaður Útlendingastofnunnar. Honum hefur ekki tekist að stemma stigu við erlendum glæpamönnum, en ungri konu sem öll er að vilja gerð til að verða vinnandi þegn í þjóðfélaginu er bolað í burtu á ræfilslegan hátt.

Útlendingastofnun verður að rannsaka og það fólk sem vinnur þar. Tilfinningasljótt og fordómafullt fólk sem er snautt af samkennd og manngæsku ætti ekki að vinna á slíkum stofnunum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.9.2013 kl. 00:12

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Alþingismenn í öllum flokkum samþykktu umdeilda danska útgáfu af innflytjendalögum fyrir nokkrum árum. Eftir það varð mjög erfitt fyrir fólk utan EES eða ESB að heimsækja eða dveljast á Íslandi með fjölskyldum sínum.

Fólk utan EES fær ekki hér vinnu eins og áður því Evrópumenn njóta forgangs. ESB og EES samstarf gengur allt út á að styrkja stöðu Evrópumanna hér á landi. Fólk utan Evrópu átti hér áður mun greiðari aðgang. Verkalýðsfélögin voru líka jákvæð. Eftir að dönsku lögin komu var til hér vandamálastofnun sem kennd er við útlendinga. Viljum við hafa það þannig í framtíðinni og mynda hér einslit Evrópusamfélag.

Alþingismenn hafa komið sér undan að gera löggjöfina mannlegri og að tryggja réttindi íslenskra ríkisborgara sem tengjast fjölskyldum utan EES. Þeirra er ábyrgðin á ástandinu. Fyrrum innanríkisráðherra lagði fram nýjan lagabálk sem styrkir mest Schengen samstarfið.

Réttarstaða erlendra ungmenna sem koma hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir 18 ára aldur hefur ekki verið bætt. Sama gildir um aðkomu ættingja sem koma úr landi utan EES.

Mjög erfitt getur verið að fá VISA fyrir þá. Tregðulögmálinu er beitt. Kafka sem var af gyðingaættum á leik. Í reynd er beitt sömu aðferðum hér á landi og höfð voru við gyðinga. Það kann ekki góðri lukka að stýra.

Sigurður Antonsson, 19.9.2013 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband