"Noregur er fyrir alla" sagði konungurinn

Með auknum framlögum er Reykjavíkurborg að auka fjárhagsvandræði sín. Leggja grunn að aukinni verðbólgu eins og fleiri sem verða að keppa um starfsfólk. Borgarstjórinn er enginn konungur en verður að láta sem svo sé.

Ruðningsáhrif af ívilnunarsamningum atvinnuveganefndar Alþingis hafa skapað óþarfa spennu á vinnumarkaði. Áhrifin eru að koma í ljós. Ferðamannaiðnaðurinn, stórefldur vantar starfsmenn. Starfsfólk sem ekki er fáanlegt, jafnvel frá löndum Eystarsalts þar sem launin eru margfalt lægri.

Umönnunariðnaðurinn hefur tekið fegins hendi við starfskröftum frá öðrum löndum. Það er bara ekki nóg. Alþingismenn og borgarfulltrúar sem eru að lofa upp í ermina á sér þurfa að skapa skilyrði fyrir aðkomu erlendra starfskrafta.

Noregskonungur er með breiðan faðm. Hikar ekki við að segja að Noregur sé starfsvettvangur allra er þangað koma á löglegan hátt. Olíusjóðurinn gerði sitt en hér er ekkert borð fyrir báru. Góðærissjóður. Noregur hefur í áratugi boðið útlendinga velkomna í sitt samfélag, það reyndi ég fyrir 50 árum og svo er enn í dag. Hér er eyþjóðin í vandræðagangi með að taka á móti örfáum.


mbl.is Vilja snúa vörn í sókn í skólamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2016

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband