Ráða sjónvarpsvélar lengd kjörtímabilsins

RÚV og nokkrir þingmenn tóku sig saman um að stytta kjörtímabilið. Ganga þannig á rétt kjósenda. Það er rétt sem Vígdís Hauksdóttir segir, þingið er of veikt. Í ríkisútvarpinu er leikinn pólitískur leikur sem miðar að því að hafa áhrif á pólitíska stöðu.

RÚV fór hamförum eftir að Sigmundur Davíð talaði um að ekki væri nauðsyn á að boða til kosninga í haust. Í hverjum fréttatíma sjónvarps var leitað til vinveittra álitsgjafa. Í ríkisreknu sjónvarpi í nágranaríkjum gætu þessar uppákomur ekki átt sér stað. Hér leikur RÚV lausum hala og fær á þriðja milljarð í aukatekjur frá fyrirtækjum.

Fréttamenn á BBC taka ekki afstöðu í útsendingum eða tjá skoðanir sínar. Í Noregi er þingrofsheimildin ekki virk nema allir samningar hafa runnið út í sandinn. Dilma Rousseff forseti Brasilíu kom ekki að opnun Ólympíuleikana. Þingið hafði bolað henni frá völdum með ósönnum ásökunum. RÚV greindi ekki fá því, en fór í fátækrahverfin með sitt kastljós við opnun leikana.

Alltaf er von á hallarbyltingu í lýðræðisríkjum. Í flestum ríkjum er miðað að því með löggjöf að draga úr þeim möguleika. Forsetinn getur haft úrskurðarvald og varnagla. Þingið getur bætt löggjöfina og verkreglur. Löggjafarvaldið hefur allt í hendi sér, en er of veikt fyrir vinsældakeppni fjölmiðla.   


mbl.is Breyttist þegar Sigmundur Davíð fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2016

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband