Umræður án húmors, en glæsileg dóttir Trumps mætir og styður föður sinn.

Báknið hefur þanist út og er óstöðvanlegt. Trump ætlar að létta af regluveldi, eftirliti með fyrirtækjum og borgurum. Í Bandaríkjunum eygja menn von um breytingar. Fækkun reglugerða og lægri skatta. Fólk hefur ekki lengur trú á fjölmiðlum eða regluveldi og styður Trump.

Langur vinnudagur og framleiðni eru almennt hvergi meiri. Uppskeran samt tiltölulega rýr. Bandaríkin eyða helmingi meira en 7 stærstu stórveldin í herkostnað. Í umræðum gærdagsins var ekkert komið inn á herkostnaðinn, en Trump sagði að Rússland væri ráðandi stríðsaðili í Sýrlandi. Bandaríkin áhrifalaus?

Trump stendur fyrir breytingum á kerfinu, en forðast að styggja herinn. Repúblikanaflokkurinn stendur ekki heill að baki Trump. Liðsmenn eins og McCain eru að fara á taugum út af atkvæðum kvenna. Sarah Palin og Monica Lewinsky hvergi nærri og gleymdar?

Margt er líkt með stjórnmálaþróuninni hér og í USA. Velmegun mikill, heilbrigðiskerfið með ágætum, en vantraust á ríkjandi stjórnvöldum. Pólitísk umræða í skotgröfunum án spaugs og gleði. 


mbl.is Hvassar kappræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2016

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband