Sterkasti gjaldmiðillinn og hæstu ferðamannaskattarnir

Á næstu dögum mun koma í ljós hvort skattaáform ríkisstjórnar gangi eftir. Hætt er við að landsbyggðin láti í sér heyra eins og Ásberg áréttar í greininni. Samdráttur í greininni kemur verst við sprota út á landi. Þá munu tekjur af umferð minnka og í hliðargreinum. Fyrirhugaðar umbætur í vegamálum og vegtollar verða sjálfskaparvíti þegar færri eru til að greiða. 

Viljum við að fjárfestingar í ferðaþjónustu skili sér er ekki vænlegt að hækka gjaldtöku fram yfir það sem boðað er með vegagjöldum. Margfeldisáhrifin á 100% hækkun skatts mun hafa víðtæk áhrif og draga úr tekjum ríkisins. Ferðaþjónustan greiðir skatt af hagnaði eins og aðrir, ef hann dregst saman erum við engu bætt.

Hætt er við að Sjálfstæðisflokkurinn "skjóti" sig í fótinn ef hann ætlar að rugga bátnum fram yfir það sem greinin þolir. Fyrrverandi ferðamálaráðherra gekk ekki of vel með passann sinn. Ef menn vilja skapa landslag fyrir íslenskan Trump mun hann koma fyrr eða síðar, óhefðbundinn og með nýjar áherslur.

Það er einkennilegt þegar menn eru að hrósa krónunni fyrir að vera sterkasti gjaldmiðilinn og eigna sér "heiðurinn" af styrkingu hennar. Allir vita hve fallvölt hún getur verið, auk þess sem hún kallar á hæstu vexti.

 

 


mbl.is „Við verðum að stoppa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Sjálfstæðisflokkurinn að leiða skattahækkanir?

Nóg er af kollsteypunum í gengis og peningamálum þótt ekki bætist við hækkaður virðisaukaskattur á stærstu útflutningsgreininni. Úr 11% í 22 %. 100% hækkun? Það er eins og menn séu ekki á sömu plánetunni. Ísland er með hæstu skattlöndum á byggðu bóli. Ríkisvaldið óseðjanlegt og kröfum til þess linnir ekki. 

Nýlega reifaði samgöngumálaráðherra þeirri hugmynd að leggja á vegatolla á mestu umferðaæðum. Verkefnið er risavaxið, en ekki óframkvæmanlegt. Maður skyldi halda að það væri ærið verkefni að tryggja stöðugleika í gengismálum. Taka upp annan gjaldmiðill, en ekki geyma það þangað til Seðlabankastjóri hættir.


mbl.is Boðar lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einangrun á Hólmsheið.

Það veikir málstað ákæruvaldsins að fanganum er enn haldið í einangrun. Langt fram yfir það sem leyfilegt er samkvæmt mannréttindasáttmálum. Við langa einangrun og án samskipta við aðra en fangaverði hættir föngum til að missa sjálfsvitund. Verða viljugri til játa ábornar sakir, eins og við þekkjum frá stærstu rannsóknar og sakamálum á Íslandi.

Víða út um heim eru föngum misþyrmt með einangrun. Þekkt dæmi er einangrun á blaðamönnum í Íran. Mörg önnur hrikaleg dæmi eru frá Norður-Írlandi, Bandaríkjunum og Vénúsela. Wikipedia: White torture.

Í fyrstu var sagt frá því í fréttum að grænlenski fanginn hafi verið fluttur í einangrunarfangelsið á Hólmsheiði til að verja hann ofbeldi frá öðrum föngum. Augljóst er að það er fyrirsláttur. Nýlega var sagt frá því að lögreglumaður hafi beitt fanga ofbeldi rétt áður en hann fór fyrir dómara. Allt þetta veikir stöðu lögreglu og rannsóknarvalds.

Vísir - fréttablaðinu 7. mars:

Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði.

Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.


mbl.is Þrjár vikur til stefnu í máli Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin vissa er fyrir góðum árangri Theresu May

Hingað til hefur því verið haldið að mönnum að aukin viðskipti skapi meiri hagsæld. Dæmigert er tímaritið Economist. Frjálsræði í viðskiptum og niðurfelling tolla hefur skapað aukin hagvöxt á Íslandi. Samhliða tæknibyltingu í flestum greinum. Internetið og tölvur er hvergi jafn algeng og á Íslandi. Fríverslun við Kína skapar nýja möguleika. Kórónan á allt annað eru tíðar flugferðir og lág flugfargjöld.

Á sama tíma eru Englendingar að draga sig inn í skel sína og ef ekki nást hagstæðir samningar við Evrópubandalagið ætla þeir að auka verslun við fjarlægari lönd. Stórir banka eru að flytja höfuðstöðvar frá London. Lækkun pundsins er tákn um aukna verðbólgu og óhagræði. Þá eru meiri líkur fyrir sjálfstæði Skota og áframhald viðveru þeirra í bandalaginu. 


mbl.is Ekki spurning hvort heldur hvernig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð að sönnu. Sama hvaða fjármálaráðherra við höfum.

Fyrr eða seinna verða menn að viðurkenna að við getum ekki notað smæstu mynt heimsins. Erum búin að aðlaga okkur að ESB með reglugerðum í áratugi. Treystum á að Pólverjar geti fyllt í þau skörð sem eru á vinnumarkaði.

Stefna fjármálráðherrans á að fá meira rými. Skylda á lífeyrissjóði strax til að fjárfesta fyrir allt að 40% eigin fé erlendis. Annars verða þeir alls ráðandi hér. Gæti endað eins og hjá SÍS forðum.

 

 


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fugl eins og krían. Unnur varpar birtu á það sem aðir sjá ekki.

Unnur og Þorbjörn skrifuðu fallega og ljúfa frásögn um skútusiglingar á Kríu. Bækur sem vert er að lesa aftur. Sannur rithöfundur sem leiðir lesandann um ókunnuga stigu, opnar nýja heima. Spennandi verður að lesa hennar næstu bók um Mývatn. 

Í nágrenni Reykjavíkur eru ótal fallegir staðir sem taka á sig nýjar myndir með árstíðunum. Í dag var ótrúleg blá birta og síðdegis skuggar í hvítri mjöllinni. Við Fögruvík í Hvassahrauni var sem fyrr myndrænt efni. Hér var kría með unga sína í sumar, ljúf og kná og mátulega ágeng. Heimur sem margir láta fram hjá sér fara.

Við Fögruvík

20170304_17221620170304_17252820170304_172602

 


mbl.is Fannst ég skilja alheiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband