Stórveldin dala . Mankynsagan endurtekur sig. Ísland sækir fram?

Ríki koma og fara. Kína sækir fram. Áhrif Rússlands verða æ minni. Efnahagstærð Rússlands eins og helmingurinn af Kaliforníuríki.

Þegar 500 miljónir Kínverja ná sömu lífskjörum og Evrópubúar breytist staðan enn. Fátt skapar meiri framleiðni en alþjóðaviðskipti og þar slá Kínverjar ekkert af. Á sama tíma draga Bandaríkin sig inn í skel sína. 

Bjarni Gylfason hagfræðingur bendir á í Morgunblaðinu í dag að framleiðni eykst ekki hér með hagvexti. Hagvöxtur jókst hér á síðasta ári þegar krónan hækkaði og innflutningur varð meiri. Nú eykst peningamagn enn í umferð þegar krónan veikist. Framleiðniaukning hefur orðið mikill í sjávarútvegi og samgöngum en samt ekki mælanleg. Aukin framleiðni á eftir að eiga sér stað í ferðaþjónustu. Verð lækka á flugferðum og með stækkun hótela. Máttur viðskipta fleytir Íslandi fram á veginn, ef stjórnmálamenn og embættismenn setja ekki á hömlur og íþyngjandi reglugerðir.

 


mbl.is Djúpstæður klofningur vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súluhandfangið og glampi í augum

Í langan tíma hefur maður ekki séð Theresu May brosa. Bandaríkjaförin virðist vera upplífgandi fyrir Theresu eftir erfiða meðgöngu Brexit. Turnarnir tveir Donald Trump og Theresa May virðast vera sammála um að halda óæskilegum útlendingum utan landamæranna.

Brezku fjölmiðlanir hafa ítrekað sýnt hvernig Trump tekur þéttingsfast um hendi Teresu á milli súlna. Súlur eru tákn fyrir stórveldisdrauma og undirstrika landvinninga og þjóðskipulag sem hefur náð hæstu hæðum. Hvenær þau ná hámarki sínu og fara dala er annað mál.


mbl.is „Frjálst og óháð Bretland mikil gæfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu langt á að ganga með óstaðfestar fréttir?

Áreiðanleiki fréttamiðla fer eftir hve vandaðar umsagnir þeirra eru. Á undanförnu hefur borið á þversögnum. T.d. var sagt frá því að yfirheyrslur ættu að hefjast að nýju á sunnudag vegna nýrra sannanna. Lögreglan stóð ekki fyrir neinum yfirheyrslum um helgina, né á mánudag. 

Lögreglan er á varðbergi og nú er lítið að frétta. Er það þá frétt? Lögreglan vill ekki staðfesta skilríkjafund um borð í togaranum. Í alvarlegum málum eins og við mannshvörf er enn mikilvægara að fréttamenn samhæfi ekki tilgátur sínar og búi til atburðarás. Birti óstaðfestar fréttir eins og RÚV.


mbl.is Skilríki Birnu sögð hafa fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump hristir upp í elítunni. Hitametsmenn mótmæla

Fyrsta sem hann afþakkaði var forsetaþotan. Þeir sem alla daga hafa haft viðurværi af allskonar bábiljum og óþarfa ráku upp herör gegn Trömp. Þeir tóku upp mótmælaspjöldin og fjölmenntu á strætum. Flestir voru kerfiskallar sem óttuðust að missa störfin, þá komu hitametsmenn. Ekki vantaði konur sem töldu sig afskiptar. Eiginkona forsetans lætur sér fátt um finnast, þráðbein í baki eins og hermaður á hersýningu.

Engir eftirbátar hræðsluáróðursins eru ýmsir sérfræðingar á Íslandi. Það er eins og ástsælustu veðurfræðingar hafi gleymt því að fyrir meir en 10000 árum hækkaði hiti á norðurhveli meira en 10 stig á einni öld. Kjarnar úr Grænlandsjökli sýna. 

Sömu menn vona að Donald Trömp sjái að sér, láti af vantrú sinni á heimsendaspá Parísarfara sem sóttu ísjaka í Grænlandsjökull. Besta við Trömp er að hann á eftir að hræra í hugmyndum og hrista einn mann og annan í vandlætingu.

Trömp er vanur slíkri steypu úr verktakabransanum þar sem öllu er velt upp til að reisa stærri og hærri byggingar. Trömp er líkur Churchill í útliti, ættaðir frá sama eylandi. Maður síns tíma og kjörinn til að breyta. Kemur með nýja sýn á vandamál líðandi stundar. Trömp elskar að móta og hreyfa hlutina.

Innsetningaræða Trump í Fréttasarp Ejunnar 21.jan:

Innsetningarræða Trumps birt í heild sinni: Lítill sáttatónn og hjólað í elítuna

 


Sýnum Grænlendingum virðingu og ættingjum Birnu.

"Við beitum tíðum yfirheyrslum" upplýsti lögreglufulltrúinn óeinkennisklæddi. Þegar fréttamaður spurði hann frétta af yfirheyrslum yfir skipverjunum á þriðja degi. Áður hafði lögreglan kastað yfir höfuð sakborninga stórum, hvítum handklæðum á leið í réttarsal. Hvað er orðið af mannlegi reisn þegar menn bera hauspoka á leið til réttargyðjunnar? Niðurlægjandi fyrir réttinn, réttarfarið og einstaklinga, að ekki sé meira sagt. 

Börnin okkar verða fyrir allskonar ógæfu af völdum vímuefna. Forstjóri Vogs sagði í samtali að þetta væru börnin okkar, vinir og ættingjar. Það þjónar engum tilgangi að meðhöndla alla söluaðila sem glæpamenn bætti hann við. Lögleg sala áfengis á krám er leyfð nær allan sólarhring. Sjómenn eru vísir til að teyga fram undir morgun á öldurhúsum, en þeir aka yfirleitt ekki um drukknir. 

Margt er mjög óljóst í grunsemdum lögreglu og flóð af þeim ættu ekki að vera sendar út órökstuddar. Það þjónar engum tilgangi öðrum en þeim að varpa skugga á alla er koma að málinu. Í Grænlandi er samfélag og ættingjar sem hafa mikla áhyggjur af gangi mála. Það skiptir máli hvaða meðhöndlun erlendir ríkisborgara fá hjá yfirvöldum næsta lýðræðisríkis. 

 

 

 

 

 


mbl.is Vika frá hvarfi Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlendingar berskjaldaðir og ekki ótvíræðar grunsemdir

Minnir margt á Guðmundar og Geirfinnsmálið. Óseðjandi fjölmiðlar í skammdegi. Lögregla fer út á haf og í aðra lögsögu. Eins og í spíramálinu koma ólögleg vímuefni inn í rannsóknina. Leitað út um allt Reykjanes. Yfir hundrað manns hafa gefið vísbendingar.

Það sem er ólíkt. Sagborningar eru erlendir sjómenn. Notkun bílaleigubíla gerð tortryggileg. Umfangið rannsóknar á örfáum sólarhringum stærra en nokkru sinnum fyrr. Herskip, þyrlur, leitahundar og snjósleðar. Spjallsímar og eftirlitsmyndavélar stjórna aðgerðum rannsóknarmanna.

Nýjar kynslóðir vita því miður allt of lítið um Guðmundar og Geirfinnsmálið eða rannsókn þess. Hvað fór úrskeiðis og hvað varð að stærsta sakamáli Íslandssögunnar. Mál sem dómstólar hafa ekki enn útkljáð eftir áratuga starf í stjórnsýslunni.


mbl.is Ræddust góða stund við á bryggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofuraðgerðir en engar grunsemdir

Handteknum mönnum haldið vakandi í sólarhring í einangrun við yfirheyrslur? Eftir því sem lengur líður á yfirheyrslur yfir skipverjum er hætta á að rannsóknin lendi í ógöngum. Allir íslensku fjölmiðlanir á haus og engin gagnrýnir aðferðafræðina?

Danskir spennuþættir á RÚV eru eins og heimsókn í sunnudagsskóla miðað við atburði á sjó og landi með sérsveitarmönnum. Ofurkapp getur verið gott, en það hefur sýnt sig að það þjónar ekki stærri hagsmunum sem er réttaröryggi.

Í Kastljósi gærdagsins sagði fréttakona miðilsins að eins gott væri að brjóta ekki trúnað við lögregluna. Hvaða trúnað átti hún við? Frjálsir fjölmiðlar verða að fara sínar eigin leiðir í öflun upplýsinga. Sagan segir að í skammdeginu er hætta á að rannsóknarmál lögreglunar fari úrskeiðis og lendi á villigötum. 

 
 
 

 

 

mbl.is Rannsókn í skipinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Órökstuddur orðrómur tekur á sig margar myndir í samfélagsmiðlum. Það er því sorglegra þegar um mannshvarf er að ræða og engin svör finnast. Þegar málin eru komin á haf út er það enn meira áríðandi að rétt sé að málum staðið. Rök og ástæður verða mikilvægari til að herskip, þyrlur og sérsveitir eru send á stað í aðra lögsögu.


mbl.is Gekk í hálfhring í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá Jón í gagnlega vinnu

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Ásfjalli og í Hvassahraun er eitt mikilvægasta samgönguverkefnið. Alltof lengi var Jón Gunnarsson sem formaður atvinnuveganefndar að selja ódýra orku til erlendra fyrirtækja. Nú hefur hann fengið verðugt verkefni og eitt arðbærasta. Tvöföldun sem átti að hefjast 2017?

Góðar samgöngur skila einum mesta arði til þjóðfélagsins. Viðhalda byggð um allt land og nýta auðævi landsbyggðar. Vegagerðin sýnir að hægt er að reka ríkisfyrirtæki á hagkvæman hátt. Fagurlega gerðir vegir eru það sem lýsir best tækni og mannauði.  

Sjávarútvegurinn og útflutningsgreinar njóta þess í hærra útflutningsverð að geta komið vörum sínum fljótt og vel í gegnum höfn eða frá flugvelli. Vegaspottinn frá Njarðvík að Keflavíkurflugvelli hlýtur að koma á eftir 

 


mbl.is Mislæg gatnamót á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverði spurningu ósvarað

Lögspekingar ættu að getað svarað fljótt og vel. Fyrir almenning skiptir máli hvort ríkið hafi forréttindi þegar framlengja á fresti. Hversvegna er fólk á sýslumannsskrifstofu að klóra sér í kollinum yfir málinu. Voru mistök gerð þar? Getur ríkið tekið jörðina eignarnámi ef það vill fylgja kröfum sínum eftir?

 

 


mbl.is Var fresturinn framlengdur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Jan. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband