Í kvöld verður barist um aukið regluverk og skatta Hillary

Valið á Obama tókst vel. Farsæll forseti þótt honum tækist ekki að koma friði á í Sýrlandi. Bill Clinton var vinsæll og mikill uppgangstími í USA í hans tíð. Í kvöld er ameríska sjónvarpið með "hanaslag", sýndarveröld þar sem Trump er á heimavelli. 

Trump ætlar að loka Bandaríkin af með múrum og draumsýn um nýtt afmarkað heimsveldi. Frú Hillary Clinton er baráttukona en augljóslega ekki líkamlega sterk. Spennandi verður að sjá hvort hokinn reynslubolti sigri tröllið Trump.

Alþingisumræðan í kvöld sem fáir horfðu á var daufleg. Fátt eitt broslegt eða fyndið. Ólíkt því sem Bandaríkjamenn fá að sjá og heyra í kvöld? 


mbl.is Hvað gerist í nótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ívilnun á fullu. Dýr atkvæði.

Það virðist sama hvaða flokkar ráða. Reisa skal útlendar verksmiðjur sem ekki greiða skatta eða gjöld. Allt á kostnað skattgreiðenda. Atvinnuveganefnd Alþingis er orðin dýr. Óskiljanlegt þegar spenna er á vinnumarkaði að kjörnir fulltrúar séu í þessum gír. Eru það atkvæði hinna fáfróðu sem ráða?


mbl.is Samþykktu frumvarp um raflínur að Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsamtök snúa við blaðinu?

Sauðfjárbændur ásaka sláturleyfishafa um verðmyndun, en í raun eru það viðskiptamennirnir sem hafa meira val í kjötkaupum. Kjörnir fulltrúa geta ekki lengur greitt niður kjötið á kostnað skattgreiðenda. Þá er verið að ganga á hlut annarra kjötframleiðenda.

Það eru ekki nema um tveir áratugi síðan bacon og egg urðu algeng á borðum landsmanna. Alltof lengi hefur bændum verið stýrt af landsamtökum undir verndarvæng ríkisins. Samtökum sem hafa drepið niður sjálfbjargarviðleitnina.

 

Eina ráðið fyrir bændur er að efla eigin framleiðslu og fjölbreytileika. Ná nýjum markaði. Af hverju skyldi ekki vera hægt að fá þurrkað reykt lambakjöt? Hversvegna er enn verið að selja súpukjöt í pokum, lokuðum með læstri vírlykkju?

Bændur munu ekki fá 50-90% hærra verð í vasann eftir að hafa tekið á sig ýmis gjöld sem fylgja eigin framleiðslu og sölu. Það er ekki sjálfgefið að bændur lifi það af. Aukinn eftirlitskostnaður er ógn, en ferðamenn geta bjargað miklu.

 

 

 


mbl.is Hvetja bændur til heimsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formannskjör Framsóknar. Hjarðhegðun og villtir úlfar

Þeir sem verða undir fara frá niðurlútir og beygðir. Formannskjör og uppstillingarlistar er ein aðferð tegundarinnar til að sigra og lifa af. Þeir sem eru ungir í anda og þeir burðarmestu taka við, leiða hjörðina. Í sjónvarpinu er vinsælt efni þegar tarfar og forystudýr berjast. Því þarf engum að koma á óvart að sömu lögmál gilda hjá manninum.

Konur eru einnig komnar í slaginn. Trump og Hillary keppa og allt lagt undir. Leðjuslagur og óvægin meðul notuð. Skoðanakannanir eða prófkjör eru af sama toga barátta leiðtoga. Í verslun og fyrirtækjarekstri keppa menn um hilli hjarðarinnar. Þeir sem verða ofan á bjóða venjulega bestu kjörin.

Það hefur sýnt sig oft að lítill flokkur getur náð forystu á landsvísu með réttum formanni. Leitt ríkisstjórn og sameinað helstu stefnumál flokka. Þetta vita gamalreyndir fréttahaukar. Aðrir leggja fléttur fyrir formanninn og fylgja honum eftir við hvert fótmál eins og hungraðir úlfar. 


mbl.is „Hlakka til kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Noregur er fyrir alla" sagði konungurinn

Með auknum framlögum er Reykjavíkurborg að auka fjárhagsvandræði sín. Leggja grunn að aukinni verðbólgu eins og fleiri sem verða að keppa um starfsfólk. Borgarstjórinn er enginn konungur en verður að láta sem svo sé.

Ruðningsáhrif af ívilnunarsamningum atvinnuveganefndar Alþingis hafa skapað óþarfa spennu á vinnumarkaði. Áhrifin eru að koma í ljós. Ferðamannaiðnaðurinn, stórefldur vantar starfsmenn. Starfsfólk sem ekki er fáanlegt, jafnvel frá löndum Eystarsalts þar sem launin eru margfalt lægri.

Umönnunariðnaðurinn hefur tekið fegins hendi við starfskröftum frá öðrum löndum. Það er bara ekki nóg. Alþingismenn og borgarfulltrúar sem eru að lofa upp í ermina á sér þurfa að skapa skilyrði fyrir aðkomu erlendra starfskrafta.

Noregskonungur er með breiðan faðm. Hikar ekki við að segja að Noregur sé starfsvettvangur allra er þangað koma á löglegan hátt. Olíusjóðurinn gerði sitt en hér er ekkert borð fyrir báru. Góðærissjóður. Noregur hefur í áratugi boðið útlendinga velkomna í sitt samfélag, það reyndi ég fyrir 50 árum og svo er enn í dag. Hér er eyþjóðin í vandræðagangi með að taka á móti örfáum.


mbl.is Vilja snúa vörn í sókn í skólamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkleikinn eru efnahagsmálin

Ef foringinn er skilinn eftir verður fátt um sigra. Að standa ekki í lappirnar þegar á hólminn er komið er ekki til vinsælda. Góður árangur á flestum sviðum efnahagsmála er ekki sjálfgefinn. Þar á mótspilarinn Sjálfstæðisflokkurinn stóran þátt.

 

 

 


mbl.is Sigmundur Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautkálfar ekki gefnir upp til skatts?

Hermann Jónasson formaður Framsóknar var gert að sök að hafa skotið æðakollu. Mikill kosningabomba á sínum tíma. Nautagripabændur margir hafa ekki ávallt tíundað bústofn sinn fyrr en hann var kominn í sláturhús. Eyrnamerkt börnum sínum fyrst? Kannski hefur ný eiginkona laumað á gripum sem ekki komu fram fyrr en síðar?

Sparðatíningur forstöðumanns nautgripastöðva er heldur ótrúverðugur. Aðalmálið er að skattur var greiddur af búsæld eiginkonu. Formaðurinn trúði á gengi íslensku krónunnar, en það er hans persónulega skoðun. Eiginkonan hefur getað haft aðra skoðun. Hvað á langt að ganga í reifa persónuleg mál fyrir heimatilbúnar kosningar?

"Hermann, heldur skjótur, hefur byssu á loft, miðar, fremur fljótur, — færið gefst ei oft. — Lúmskur lagavörður, lögin sundur brýtur, fús, ef kemst í færi, friðaða kollu skýtur."

Spegillinn 2.6.1934


mbl.is Sveik fyrst og fremst sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk aðför RÚV heldur áfram

Helmingur fréttatíma RÚV sjónvarps í kvöld var varið í að spá í pólitíska stöðu formanns Framsóknar. Fréttamenn sjónvarpsins eru eins og sprengisérfræðingar að athuga verksummerki á vettvangi. Kastljóssprengju sem varpað var á fyrrverandi forsætisráðherra. Enn einn stjórnmálafræðingurinn kallaður á vettvang og umræðu spyrt við prófkjörskosningar helgarinnar.

Síðan var farið til Sýrlands og kastljósinu beint að hörmungum sprengjuregns á almenna borgara. Skylduáskrift að RÚV verður æ furulegri í ljósi þess að vinstrimenn á ríkisútvarpinu nota miðillinn miskunnarlaust í stjórnmálalegum tilgangi.

Gallinn er sá að flestir sem vinna við fjölmiðla hafa einhvern tímann unnið hjá RÚV. Eru ósjálfrátt meðvirkir og telja að aukið skattfé til ríkisstofnunninnar muni bæta ástandið. RÚV í 50 ár og yfirburðastaða á fréttamarkaði er ákveðinn heilaþvottur.

 

 


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða Viðreisnar ekki nógu skýr

Ferðamenn eiga að greiða aukin gjöld fyrir utan gistinátta- og virðisaukaskatt. Viðreisn vill greiða bændum styrki óháð framleiðsluvörum. Styrki til að moka ofan í skurði, til skógræktar og vegna beitar á örævi. Nýbyggingu Landspítalans hraðað, jafn vel þótt aðgengið sé faratálmi.

Viðreisn vill að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri. Selja hluta af RÚV með nýjum frambjóðendum? Jafna atkvæðisrétt. Tengja íslensku krónuna erlendum gjaldmiðlum? Ríkistilskipanir á nýtingu auðlinda / orku og ný gjöld á sjávarútveg.

Allt stefnumál sem Sjálfstæðismenn hafa haldið á lofti en ekki náð að framkvæma. Formaðurinn virðist skýr og raunsær, en nær hann að marka sérstöðu viðreisnar með nýjum liðsmönnum? Með nýjum frambjóðendum sem enga umtalsverða sigra unnu, þegar þeir höfðu tækifæri.


mbl.is Getur ekki annað en verið glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanasöngur eða samviska?

Steinninn minn í fjörunni sem markaði hæstu stöðu sjávar er kominn í kaf. Sjávarstaða hækkar hér eins og í öðrum heimshlutum. Hinum menntað manni sem lifir í vellystingum er um og ó. Hann veit að hann ofnotar jarðefni og græjur. Hann hrópar í kór, nú er komið nóg, ég er kominn að ystu þolmörkum?

Margæsirnar sem komu frá Baffineyju í morgun hafa ekki áhyggjur af hlýnun jarðar. Þær heilsuðu af myndugleika og sýndu mér heilan flokk af nýjum gæsaungum. Í Þingvallasveit var gæsin farin að hópa sig í heiðalöndum, sem segir mér að nú væri vetur í nánd.

Sveiflur í hitafari eru ekki nýjar af nálinni. Sólin er mjög nálægt jörðu, nær en hún hefur verið í tugi ára. Mælitækin aldrei fullkomnari en í dag og maðurinn hefur áhyggjur. Slæma samvisku?


mbl.is Spárnar orðnar að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband