Ofneyslu verður ekki stýrt með sköttum

Margir trúa því eftir langa ofsköttun af ýmsu tagi að allt megi lækna með sköttum. Í stað þess að taka á undirorsökum fíknar er leitað til þingmanna og þeir beðnir um stýringu.

Hvort sem það er ofþyngd eða ofneysla alkóhóls sem er ein tegund sykurs, þá er ráðist á efnið en ekki vanan og neysluvenjurnar. Krabbamein er alvarlegur sjúkdómur. Að ráðast ekki að rótum hans er brotlöm þeirra sem eiga að fræða. Ótal góðar lífsvenjur draga úr hættu á að fá krabbamein.

Draga má verulega úr vanda heilbrigðisþjónustunnar með því að auka fræðslu. Það er gott starf unnið í heilsugeiranum, en að öll heilsugæsla skuli vera á kostnað skattgreiðanda gengur ekki upp.

 


mbl.is Vill endurvekja sykurskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV skapar ótta og ójafnvægi

Vald RÚV og forréttindi er það mikið í dag að sjónmálamenn og aðrir í forystu þora ekki að gagnrýna báknið. Jafnvel forsvarsmenn litlu fjölmiðlana þvæla um "menningarhlutverk" þess og nauðsyn á að styrkja RÚV með skattfé.  

Þegar RÚV fékk einkarétt á að sýna amerískar dellumyndir og Kanasjónvarpið var bannað vöknuðu efasemdir fyrst. Vinstrimenn á Íslandi hafa séð ákveðin tækifæri í að hreiðra um sig hjá stofnuninni og nýta sér hana óspart.

Ef nauðsyn er á að styrkja fjölmenningu sérstaklega ætti sú meðgjöf að fara til litlu stöðvana sem eru í samkeppni við RÚV. Menning og landsbyggðarhlutverk þeirra er margfalt meira.

Í komandi kosningum er tækifærið til að styðja við bakið á þeim þingmönnum sem hafa gagnrýnt RÚV veldið, vilja breyta og þora. 


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Davíð með nýja starfið.

Þrátt fyrir mikið andstreymi á söguútvarpinu fékk Séra Davíð brauðið. Fékk kúnstuga rassskellingu í opinberi útsendingu stöðvarinnar. Féll ekki í kramið hjá stjórnendum vegna sköruglega skoðana á innflytjendamálum. Davíð er með breiðan faðm, en ekki líkar öllum vel að prestar hafi fjölbreyttar skoðanir í ræðustól ríkiskirkjunnar. 

Ráðningin sýnir að mál- og skoðanafrelsi ríkir innan kirkjunnar? Er það sóknarnefndin eða sóknarbörnin sem ákveða val á presti?

Í kaþólskum sið halda prestar sig við trúarboðskapinn. Þar þykir flestum ágætt að blanda ekki saman trúmálum og pólitískum skoðunum.  

 


mbl.is Davíð Þór prestur í Laugarneskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið góður kostur fyrir stjórnarflokkana

Stjórnarflokkarnir ríða ekki feitum hesti þótt þjóðarbúið búi við hagsæld. Miðjuframboð þar sem vaxtakrónunni er úthýst höfðar til margra. Viðreisn ætlar ekki að láta landbúnaðinn lönd og leið. Segir betra að styrkja bændur beint, frekar en útvaldar greinar í landbúnaði.

Fjórflokkurinn er ekki vinsæll í dag. Honum hefur ekki tekist að jafna kosningarétt eða leyft að kjósa um hvort sækja á um ESB aðild. Viðreisn gæti ef hún fengi mikið fylgi komið í veg fyrir að vinstri stjórn tæki við eftir kosningar. Það vantar baráttumenn fyrir frjálsan atvinnurekstur.

Flokk sem vill jafna aðstöðumun fyrirtækja sem þurfa að keppa við opinber fyrirtæki. Við erlend fyrirtæki sem njóta ívilnunar og skattleysis.

 


mbl.is Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið góður kostur fyrir stjórnarflokkana

Stjórnarflokkarnir ríða ekki feitum hesti þótt þjóðarbúið búi við hagsæld. Miðjuframboð þar sem vaxtakrónunni er úthýst höfðar til margra. Viðreisn ætlar ekki að láta landbúnaðinn lönd og leið. Segir betra að styrkja bændur beint, frekar en útvaldar greinar í landbúnaði.

Fjórflokkurinn er ekki vinsæll í dag. Honum hefur ekki tekist að jafna kosningarétt eða leyft að kjósa um hvort sækja á um ESB aðild. Viðreisn gæti ef hún fengi mikið fylgi komið í veg fyrir að vinstri stjórn tæku við eftir kosningar. Það vantar baráttumenn fyrir frjálsan atvinnurekstur.

Flokk sem vill jafna aðstöðumun fyrirtækja sem þurfa að keppa við opinber fyrirtæki. Við erlend fyrirtæki sem njóta ívilnunar og skattleysis.


mbl.is „Frjálslyndur hægri krati“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingagen og foringjar

Handbolti og fótbolti eru ruðningsleikir þar sem reynir á snerpu og úthald. Samspil heildar. Sýnir hve Íslendingar geta náð langt sem foringjar meðal Evrópuþjóða. Hér vantar fjöldann til að manna úrvalslið en, nóg er af metnaðarfullum liðsmönnum meðal stórþjóða.

Sjósókn í misjöfnum veðrum og óblítt veðurfar á landi hefur skapað kjarnastofn sem getur sýnt stórþjóðum birginn. Íslensk erfðagreining ætti að getað sagt eitthvað um málið ef gagn er að henni. Hvort hér sé arfur frá víkingaöld?


mbl.is „Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagavaldurinn RÚV?

Fréttamenn RÚV geta orðið erfiðir Sigmundi Davíð. Í hádegisfréttum RÚV er vitnað í Lilju Alfreðsdóttur. Orðum beint að henni eins og hún hafi tekið við keflinu af formanninum þegar spurt er um framúrhlaup Eyglóar. 

Stjórnmálamenn margir hverjir vanmeta pólitísk áhrif RÚV. Fjölmiðillinn er að verða þeim ofjarl og allri lýðræðislegri umfjöllun. Fréttastofan og Kastljós hafa yfirburðastöðu og meira fjármagn en nokkur annar fjölmiðill.

Vinstrimenn í Kastljósi komu Sigmundi út af sporinu, þar sem hann er enn að vinna úr sínum málum. Þrátt fyrir að hann hafði sýnt með Sjálfstæðisflokknum að hann hefur náð framúrskarandi árangri. Búsáhaldabyltingin var bökkuð upp af RÚV og svo má lengi telja.

ÍNN er merkilegur fjölmiðill og drifinn áfram af einkaframtaki. Allir virðast getað komið þar að pólitískri umræðu. Meira en í boði er hjá ríkismiðlinum. ÍNN keppir við RÚV um fjármuni frá fyrirtækjum á frjálsum auglýsingamarkaði. Þarna er leikurinn ójafn eins og í öðrum samanburði. 

 

 


mbl.is Sigmundur vill leiða flokkinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra þjófstartar. Ætlar að ná sér í prik.

Dæmigert mál þar sem stjórnarandstæðan og starfsmenn RÚV reyna að tileinka sér lausn á húsnæðismálum án þess að hafa úrlausnir. Allt snýst þetta um ónýta krónu og vexti, en fjórflokkurinn hafa engar lausnir í þeim efnum. Ekki má tengja krónuna við dollar eða evru. 

RÚV hefur í nær öllum fréttatímum og kastljósi reifað málsatvik og gert mikið úr áliti Bjarna fjármálaráðherra. Fengið talsmenn úr háskólasamfélaginu til að tjá sig um mál sem engu skiptir og byrjaði á facebook. Öllum finnst sjálfsagt að tjá sig á erlendum miðlum og ríkisreknu útvarp/sjónvarpi.

Fjölmiðlum sem ekki greiða skatta hér á landi. Sýnir hve umræðan er brengluð um þingmann sem ætlar að komast aftur á þing hvað sem það kostar. Umræðan snýst ekki um alvörugjaldmiðill sem gæti gert ungu fólki kleift að eignast húsnæði, án hárra vaxta.


mbl.is Ræddu ekki ákvörðun Eyglóar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifamiklar ákvarðanir?

Taflið framundan er mikilvægt fyrir stjórnarsamstarfið og framhaldslíf ríkisstjórnar. Píratar og vinstrimenn með aðstoð RÚV hafa verið iðnir við kolann. Notað hvert tækifærið til að finna ástæður til að stytta líf stjórnar sem er með góðan meirihluta.

Ef þetta er lýðræðið sem Píratar bjóða upp á er það ekki upp á marga fiska. Vandræðin í rekstri borgarinnar halda áfram, en þar eru Píratar oddamenn og bera ábyrgð. Ef þingkosningar fara eins og skoðanakannanir segja nú verður samdráttarskeið með nýrri stjórn.

Þungavigtarmenn Framsóknar eru að norðan og hafa viljað sjá ríkisstjórnina starfa út kjörtímabilið. Ljóst er að flokkurinn þarf á öllu sínu að halda til að fara ekki út af sporinu.


mbl.is Þingmenn Framsóknar funda í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmur og blóðugur. Hvað með kríu?

Á myndinni sem fylgir fréttinni virðist Himbriminn rólegasti. Ameríski fuglinn með rómantísk hljóð á vötnum er eitt af fallegustu töfrum sumarkvölda hálendisins. Krían er talin viðsjárverð en er í raun ekki grimm. Sem krakki út í Arney á Breiðafirði vandist maður við að fá gogg í kollinn svo undan blæddi.

Von að hún verji varpið, eftir að hafa horft upp á stráka taka eggin og sporðrenna innhaldinu niður. Í sumar hef ég átt þess kost að fylgst með kríum á Suðurnesjum. Við Hvalsnes var mikill fjöldi kría við malbikaðan veginn. Fjöldi unga var á veginum sem ekki viku nema ekið væri mjög hægt. Þeir sem fóru hratt óku hinsvegar yfir marga.

Við Hvassahraun var mikið af ungum á gömlum þjóðvegi í byrjun ágúst. Margir þeirra hnoðrar og ófleygir. Engin dauður fugl á veginum en lítill umferð. Viku seinna voru ungarnir orðnir fleygir og þann tíunda ágúst sást engin kría lengur. Hún hafði farið að ströndinni og var þar að kenna ungunum flugtökin.

Undrun sætir að beinabygging kríuunga taki svo skamman tíma, þar til þeir geta flogið. Krían virðist nýta sér öryggið sem maðurinn veitir og verpir oft nálægt umferð. Fyllsta ástæða er til reyna að vernda varp hennar betur. Fuglar eru eitt af þeim undrum sem prýða norðurslóðir og gefa íbúunum ómælda gleði.

 

 

 


mbl.is Ekki kynnst neinu grimmara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Ágúst 2016
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband